Fréttir

 • 28.04.2016

  Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins 27. apríl 2016

  Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins var haldinn á Hilton Nordica í gær, 27. apríl 2016. Þeir sem ekki komust á fundarstað gátu fylgst með störfum fundarins í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu sjóðsins. Að loknum ársfundi er stjórn sjóðsins þannig skipuð:..

 • 27.04.2016

  Framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins lætur af störfum

  Í fjölmiðlaumræðu síðustu daga um svokölluð Panamaskjöl hefur nafn Kristjáns Arnar Sigurðssonar framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins tengst tveimur aflandsfélögum. Vegna þessa hefur Kristján Örn nú látið af störfum hjá sjóðnum að eigin ósk. Ólafur Haukur Jónsson forstöðumaður rekstrarsviðs Sameinaða lífeyrissjóðsins mun gegna störfum framkvæmdastjóra tímabundið þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Meðfylgjandi er yfirlýsing frá Kristjáni Erni Sigurðssyni vegna málsins...

 • 13.04.2016

  Sjóðfélagayfirlit ásamt fréttabréfi í póstdreifingu

  Sjóðfélagayfirlit ásamt fréttabréfi sjóðsins eru nú í póstdreifingu. Í fréttabréfinu eru m.a. upplýsingar um ársuppgjör 2015, fræðslumoli um vaxandi hluta ellilífeyris úr lífeyrissjóðum, ávöxtun séreignarsparnaðar ársins 2015 ásamt umfjöllun um skattfrjálsa ráðstöfun séreignariðgjalda inn á húsnæðilán eða vegna húsnæðiskaupa. Við hvetjum sjóðfélaga til að fara vel yfir yfirlitin og hafa samband við launagreiðanda og/eða sjóðinn ef önnur iðgjöld en síðustu tveggja mánaða vantar á yfirlit. Þá...

 • 31.03.2016

  Raunávöxtun sjóðsins var 7,1% árið 2015

  Nafnávöxtun tryggingadeildar Sameinaða lífeyrissjóðsins var 9,2% á árinu 2015, sem jafngildir 7,1% raunávöxtun. Raunávöxtun sjóðsins frá stofnun hans árið 1992 er 4,0%. Í árslok 2015 voru eignir tryggingadeildar 164,8 milljarðar króna en þær jukust um 14,7 milljarða króna á árinu. Áfallnar skuldbindingar umfram eignir voru 3,3 milljarðar króna en heildarskuldbindingar umfram eignir 0,9 milljarðar króna og hefur hallinn minnkað um rúmlega 5,8 milljarða króna á einu ári. Þar af leiðandi batnaði...