Fréttir

 • 12.11.2015

  Sjóðfélagayfirlit og nýtt fréttabréf

  Sjóðfélagayfirlit ásamt nýju fréttabréfi sjóðsins hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga. Í yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda sjóðfélaga frá síðasta yfirliti og hvetjum við alla til að skoða vel yfirlitin og hafa samband við launagreiðanda og/eða sjóðinn ef önnur iðgjöld en síðustu tveggja mánaða vantar á yfirlit. Í fréttabréfi sjóðsins, sem hægt er að skoða hér á heimasíðunni, koma meðal annars fram helstu niðurstöður árshlutareiknings, ávöxtun séreignarsparnaðar og...

 • 23.10.2015

  Hluthafastefna kynnt í stjórnum fyrirtækja

  Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefur kappkostað að rækja eigendaskyldur sínar í fyrirtækjum sem hann á eignarhlut í í umboði sjóðfélaga sinna. Í október í fyrra samþykkti stjórn sjóðsins nýja hluthafastefnu sem aðgengileg er hér á vef sjóðsins. Hluthafastefnan hefur nú verið send ásamt kynningarbréfi á öll félög sem sjóðurinn á eignarhlut. Þá hefur verið gengið frá enskri útgáfu til kynningar gagnvart erlendum fjárvörsluaðilum. Á liðnu starfsári funduðu starfsmenn sjóðsins með stjórnendum...

 • 22.10.2015

  Breytilegir vextir á lánum lækka í 3,3%

  Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ákvað í gær, 21. október 2015 að lækka breytilega vexti á sjóðfélagalánum um 0,2 prósentustig, úr 3,5% í 3,3%. Lækkunin tekur gildi í dag, fimmtudaginn 22. október. Fastir vextir verða áfram 3,7%. Lán eru veitt til allra virkra sjóðfélaga sbr. lánareglur sjóðsins. Lántökukostnaður helst óbreyttur og er 15.000 kr. óháð lánsfjárhæð. Ítarlegri upplýsingar um lánareglur og lánskjör sjóðsins er að finna hér á heimasíðunni.

 • 24.08.2015

  Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum

  Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Sameinaða lífeyrissjóðsins sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins 12. maí sl. Breyttar samþykktir tóku gildi 1. ágúst sl. og eru öllum aðgengilegar hér á heimasíðunni. Breytingarnar, aðrar en sem leiða af lögum, fela annars vegar í sér fækkun varamanna í stjórn úr 8 í 4 og hins vegar að barnalífeyrir verði héðan í frá greiddur framfæranda til 18 ára aldurs barns.

Tilkynningar