Fréttir

 • 13.05.2015

  Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins 12. maí 2015

  Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins var haldinn á Hilton Nordica í gær, 12.maí 2015. Auk almennra ársfundarstarfa voru samþykktar breytingar á samþykktum sjóðsins. Breytingar, aðrar en sem leiða af lögum, fela annars vegar í sér fækkun varamanna í stjórn úr 8 í 4 og hins vegar að barnalífeyrir verði héðan í frá greiddur framfæranda til 18 ára aldurs barns. Þeir sem ekki komust á fundarstað gátu fylgst með störfum fundarins í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu sjóðsins. Upptaka frá...

 • 04.05.2015

  Sjóðfélagayfirlit og nýtt fréttabréf

  Sjóðfélagayfirlit ásamt fréttabréfi sjóðsins eru nú í póstdreifingu. Í fréttabréfinu eru m.a. upplýsingar um ársuppgjör 2014, fræðslumoli um sveigjanlegt upphaf lífeyristöku, ávöxtun séreignarsparnaðar ársins 2014 ásamt umfjöllun um hvað þarf að hafa í huga varðandi útborgun séreignarsparnaðar. Við hvetjum sjóðfélaga til að fara vel yfir yfirlitin og hafa samband við launagreiðanda og/eða sjóðinn ef önnur iðgjöld en síðustu tveggja mánaða vantar á yfirlit. Þá viljum við minna á...

 • 19.03.2015

  Raunávöxtun sjóðsins var 6,3% árið 2014

  Nafnávöxtun tryggingadeildar Sameinaða lífeyrissjóðsins var 7,4% á árinu 2014, sem jafngildir 6,3% raunávöxtun. Raunávöxtun frá stofnun hans árið 1992 er 3,8%. Eignir tryggingadeildar voru 150,1 milljarður króna í árslok 2014 og jukust um 11,2 milljarða króna á árinu. Áfallnar skuldbindingar umfram eignir voru 8,2 milljarðar króna árið 2014 en heildarskuldbindingar umfram eignir 6,7 milljarðar króna og hefur hallinn minnkað um rúmlega 3,6 milljarða króna eða um 35% á einu ári. Tryggingafræðileg...

 • 13.02.2015

  Íslenska lífeyriskerfið uppfyllir meginkröfur OECD

  Samkvæmt nýrri rannsókn OECD um nægjanleika lífeyrissparnaðar stenst Ísland ágætlega stefnumarkandi tilmæli OECD um uppbyggingu lífeyriskerfa. Ísland sker sig úr að því leyti að nærri 77% af lífeyrisgreiðslum munu koma úr sjóðum sem safnað hafa eignum til að greiða lífeyri. Jafnframt kemur þar fram að greiðslur lífeyrissjóðanna munu hækka á komandi áratugum og að samanlagður lífeyrir frá sjóðunum og almannatryggingum verði að jafnaði um þriðjungi hærri en hjá þeim sem nýlega hófu töku lífeyris.

Tilkynningar