Fréttir

 • 24.08.2015

  Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum

  Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Sameinaða lífeyrissjóðsins sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins 12. maí sl. Breyttar samþykktir tóku gildi 1. ágúst sl. og eru öllum aðgengilegar hér á heimasíðunni. Breytingarnar, aðrar en sem leiða af lögum, fela annars vegar í sér fækkun varamanna í stjórn úr 8 í 4 og hins vegar að barnalífeyrir verði héðan í frá greiddur framfæranda til 18 ára aldurs barns.

 • 13.05.2015

  Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins 12. maí 2015

  Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins var haldinn á Hilton Nordica í gær, 12.maí 2015. Auk almennra ársfundarstarfa voru samþykktar breytingar á samþykktum sjóðsins. Þeir sem ekki komust á fundarstað gátu fylgst með störfum fundarins í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu sjóðsins. Upptaka frá fundinum, dagskrá, glærur, tillögur til breytinga á samþykktum og önnur fundargögn eru aðgengileg á heimasíðunni. Að loknum ársfundi er stjórn sjóðsins þannig skipuð:

 • 04.05.2015

  Sjóðfélagayfirlit og nýtt fréttabréf

  Sjóðfélagayfirlit ásamt fréttabréfi sjóðsins eru nú í póstdreifingu. Í fréttabréfinu eru m.a. upplýsingar um ársuppgjör 2014, fræðslumoli um sveigjanlegt upphaf lífeyristöku, ávöxtun séreignarsparnaðar ársins 2014 ásamt umfjöllun um hvað þarf að hafa í huga varðandi útborgun séreignarsparnaðar. Við hvetjum sjóðfélaga til að fara vel yfir yfirlitin og hafa samband við launagreiðanda og/eða sjóðinn ef önnur iðgjöld en síðustu tveggja mánaða vantar á yfirlit. Þá viljum við minna á...

 • 19.03.2015

  Raunávöxtun sjóðsins var 6,3% árið 2014

  Nafnávöxtun tryggingadeildar Sameinaða lífeyrissjóðsins var 7,4% á árinu 2014, sem jafngildir 6,3% raunávöxtun. Raunávöxtun frá stofnun hans árið 1992 er 3,8%. Eignir tryggingadeildar voru 150,1 milljarður króna í árslok 2014 og jukust um 11,2 milljarða króna á árinu. Áfallnar skuldbindingar umfram eignir voru 8,2 milljarðar króna árið 2014 en heildarskuldbindingar umfram eignir 6,7 milljarðar króna og hefur hallinn minnkað um rúmlega 3,6 milljarða króna eða um 35% á einu ári. Tryggingafræðileg...

Tilkynningar