Fréttir

 • 19.01.2016

  Fjárfestingarstefna árið 2016

  Í samræmi við lög um starfsemi lífeyrissjóða mótar stjórn sjóðsins fjárfestingastefnu hans með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Ekki eru gerðar veigamiklar breytingar á fjárfestingarstefnunni frá fyrra ári og gildandi gjaldeyrishöft hafa t.d. áfram áhrif á fjárfestingarstefnuna. Markmið um eignasamsetningu tryggingadeildar sjóðsins á árinu 2016 eru sýnd í meðfylgjandi töflu og til hliðsjónar hvernig eignasamsetningin var þann 30...

 • 12.01.2016

  Ágæt ávöxtun séreignar árið 2015

  Ávöxtun allra aldursleiða var ágæt á síðasta ári og raunávöxtun á bilinu 3,8% - 5,5% eftir leiðum. Raunávöxtun innlánsdeildar var 1,9%. Ávöxtunin var hæst í aldursleiðum með hátt hlutfall innlendra skuldabréfa. Innlendur hlutabréfamarkaður hækkaði mjög mikið, og miklu meira en raunhæft er að ætla til lengri tíma, en heimsvísitala hlutabréfa stóð því sem næst í stað í íslenskum krónum. Að gefnu tilefni er áréttað að ávöxtun liðins tíma segir ekki endilega til um ávöxtun í framtíðinni og að...

 • 30.12.2015

  Lögbundin greiðsla í starfsendurhæfingarsjóð lækkar 1. janúar nk. úr 0,13% í 0,10%

  Vert er að vekja athygli launagreiðenda og sjálfstætt starfandi atvinnurekenda, á því að Alþingi samþykkti nýverið ákvæði til bráðabirgða í lögum 113/1990 um tryggingagjald og ákvæði til bráðabirgða í lögum 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Ákvæðin kveða á um að iðgjöld atvinnurekenda og þeirra sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóða til starfsendurhæfingarsjóðs skuli vera 0,10% af stofni iðgjalds vegna áranna 2016 og 2017 í stað 0,13%...

 • 07.12.2015

  Gagnlegar upplýsingar - Í Fræðsluhorninu

  Í Fræðsluhorninu er birtar greinar um sparnað, fjárfestingar og fjármál sem hafa það að markmiði að efla almennan skilning á fjármálum. Nú hefur bæst við nýr liður um lífeyrissparnað, þar sem safnað er saman greinum sem skrifaðar eru af sérfræðingum í lífeyrismálum. Þar má til dæmis finna skýrslu um Nægjanleika lífeyrissparnaðar á Íslandi sem Fjármálaeftirlitið gaf út í desember 2014 í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða. Þar kemur m.a. fram að greiðslur lífeyrissjóðanna munu fara hækkandi á...

Tilkynningar