Lífeyrir og lífeyrissjóður, lifeyrir.is

Fréttir

 • 25.05.2016

  Við eldumst - hvernig bregst vinnumarkaðurinn við?

  Í 6. tbl. Vefflugunnar er fjallað um öll þau helstu mál sem eru ofarlega á baugi í lífeyrissjóðakerfinu í augnablikinu. Meðal annars er rætt um hækkun eftirlaunaaldurs um tvö ár, sem fyrirhugað er að framkvæma í ákveðnum skrefum á næstu tólf árum og hvers vegna fýsilegt væri að auka hvata til seinkunar lífeyristöku fyrir þá sem geta og vilja. Þá er umfjöllun um mögulega sameiningu Stafa og Sameinaða lífeyrissjóðsins en hugmynd um sameiningu þessara lífeyrissjóða hefur verið hreyft við áður...

 • 23.05.2016

  Mikilvæg skilaboð til launagreiðenda

  Frá og með 1. júlí 2016 hækkar mótframlag launagreiðenda úr 8% í 8,5% samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og fleiri við Samtök atvinnulífsins. Ákveðið hefur verið að fyrir þá aðila sem kjarasamningurinn tekur til skuli ráðstafa 0,5% hækkuninni þann 1. júlí næstkomandi í samtryggingu, þ.e. lögboðinn lífeyrissjóð.

 • 12.05.2016

  Vel heppnaður kynningarfundur fyrir verðandi lífeyrisþega

  Í gær, miðvikudaginn 11. maí, var haldinn vel heppnaður kynningarfundur fyrir verðandi lífeyrisþega. Starfsmaður sjóðsins, Sigþrúður Jónasdóttir, sérfræðingur í lífeyrismálum, fór yfir helstu atriði sem hafa ber í huga þegar líða fer að töku lífeyris. Alls mættu 14 sjóðfélagar á fundinn og boðið var upp á léttar kaffiveitingar. Við hvetjum alla sjóðfélaga sem eru að nálgast lífeyrisaldur til að kynna sér þessi mál og bjóðum alla velkomna til að ræða við ráðgjafa á skrifstofu Sameinaða...

 • 04.05.2016

  Stjórnir Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs kanna forsendur fyrir sameiningu sjóðanna

  Sameiginleg yfirlýsing sjóðanna: ,,Stjórnir Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs hafa samþykkt að hefja könnunarviðræður með sameiningu sjóðanna í huga. Hugmynd um slíkt hefur áður verið reifuð óformlega en það er ekki fyrr en nú að stjórnir sjóðanna samþykkja að láta reyna á sameiningu með formlegum hætti....

Tilkynningar

 • 23.05.2016 09:25

  Mikilvæg skilaboð til launagreiðenda

  Frá og með 1. júlí 2016 hækkar mótframlag launagreiðenda úr 8% í 8,5% samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og fleiri við Samtök atvinnulífsins. 

  Ákveðið hefur verið að fyrir þá aðila sem kjarasamningurinn tekur til skuli ráðstafa 0,5% hækkuninni þann 1. júlí næstkomandi í samtryggingu, þ.e. lögboðinn lífeyrissjóð.