Fréttir

 • 19.03.2015

  Raunávöxtun sjóðsins var 6,3% árið 2014

  Nafnávöxtun tryggingadeildar Sameinaða lífeyrissjóðsins var 7,4% á árinu 2014, sem jafngildir 6,3% raunávöxtun. Raunávöxtun frá stofnun hans árið 1992 er 3,8%. Eignir tryggingadeildar voru 150,1 milljarður króna í árslok 2014 og jukust um 11,2 milljarða króna á árinu. Áfallnar skuldbindingar umfram eignir voru 8,2 milljarðar króna árið 2014 en heildarskuldbindingar umfram eignir 6,7 milljarðar króna og hefur hallinn minnkað um rúmlega 3,6 milljarða króna eða um 35% á einu ári. Tryggingafræðileg...

 • 13.02.2015

  Íslenska lífeyriskerfið uppfyllir meginkröfur OECD

  Samkvæmt nýrri rannsókn OECD um nægjanleika lífeyrissparnaðar stenst Ísland ágætlega stefnumarkandi tilmæli OECD um uppbyggingu lífeyriskerfa. Ísland sker sig úr að því leyti að nærri 77% af lífeyrisgreiðslum munu koma úr sjóðum sem safnað hafa eignum til að greiða lífeyri. Jafnframt kemur þar fram að greiðslur lífeyrissjóðanna munu hækka á komandi áratugum og að samanlagður lífeyrir frá sjóðunum og almannatryggingum verði að jafnaði um þriðjungi hærri en hjá þeim sem nýlega hófu töku lífeyris.

 • 14.01.2015

  Ávöxtun séreignar árið 2014

  Á árinu 2014 var raunávöxtun séreignarsparnaðar Sameinaða lífeyrissjóðsins á bilinu 2,0% til 8,0%. Framan af ári fór ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa hækkandi og leiddi það til lægri ávöxtunar af skuldabréfum en ella. Ávöxtun ársins 2014 var mest í hlutabréfum og kemur það fram í þeim leiðum séreignarsparnaðar sjóðsins þar sem hlutfall þeirra er hæst, í Aldursleiðum 1 og 2. Rétt er að árétta að ávöxtun liðins tíma segir ekki endilega til um ávöxtun í framtíðinni og að til skamms tíma...

 • 22.12.2014

  Gott ár að baki fyrir lífeyrissjóðina

  Árið 2014 var hagfellt ár fyrir lífeyrissjóðina. Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifar áramótagrein í nýútkominni Vefflugu þar sem hann segir að flest bendi til þess að ávöxtun sjóðanna verði góð og nokkuð yfir 3,5% langtímaviðmiði um ávöxtun. Gunnar skrifar um að lág verðbólga sé góð frétt fyrir lífeyrissjóðina þar sem skuldbindingar þeirra séu verðtryggðar. Því muni hagstæð ávöxtun gera það að verkum að eignir aukist meira en skuldbindingar og bæti stöðu...

Tilkynningar