Fréttir

 • 02.09.2014

  Það sem þú þarft að vita um Leiðréttinguna og ráðstöfun séreignar

  Lokað hefur verið fyrir umsóknir um leiðréttingu fasteignalána á leiðretting.rsk.is en áfram er hægt að sækja um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Sjáðu hvað þú þarft að hafa í huga með því að smella á fyrirsögnina

 • 04.06.2014

  Ráðstöfun séreignarsparnaðar og leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána

  Vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán, á vef ríkisskattstjóra, www.leidretting.rsk.is. Þeir sem hyggjast nýta sér úrræðið verða að hafa samning um séreignarsparnað. Við hvetjum sjóðfélaga til að nýta skattaafsláttinn og sækja um á vef ríkisskattstjóra. Þess má geta að hámarksinnborgun á lán vegna einstaklinga er 500.000 kr. á ári eða 1.500.000 á tímabilinu en 750.000 fyrir hjón eða samskattaða einstaklinga, eða samtals...

 • 21.05.2014

  Ársfundur 2014 vel sóttur

  Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins var haldinn á Hilton Nordica í gær, 20.maí 2014. Þeir sem ekki komust á fundarstað gátu fylgst með störfum fundarins í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu sjóðsins. Á fundinum kom m.a. fram að hrein eign Sameinaða lífeyrissjóðsins jókst um 13,8 milljarða króna á árinu 2013 og var 144,5 milljarðar króna í lok ársins. Nafnávöxtun tryggingadeildar sjóðsins var 10,0% á árinu 2013, sem jafngildir 6,1% raunávöxtun. Nafnávöxtun ávöxtunarleiða séreignardeildar...

 • 09.05.2014

  Sjóðfélagayfirlit og nýtt fréttabréf

  Sjóðfélagayfirlit ásamt fréttabréfi sjóðsins eru nú í póstdreifingu. Í fréttabréfinu eru m.a. upplýsingar um ársuppgjör 2013, ávöxtun séreignarsparnaðar, væntanlegar lagabreytingar um ráðstöfun séreignarsparnaðar, ásamt fræðslumola um samhengi langtímaávöxtunar sjóðsins og fjárfestingarstefnu hans. Hvetjum sjóðfélaga til að fara vel yfir yfirlitin og hafa samband við launagreiðanda og/eða sjóðinn ef önnur iðgjöld en síðustu tveggja mánaða vantar á yfirlit. Þá viljum við minna á...

Tilkynningar