Fréttir

 • 14.01.2015

  Ávöxtun séreignar árið 2014

  Á árinu 2014 var raunávöxtun séreignarsparnaðar Sameinaða lífeyrissjóðsins á bilinu 2,0% til 8,0%. Framan af ári fór ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa hækkandi og leiddi það til lægri ávöxtunar af skuldabréfum en ella. Ávöxtun ársins 2014 var mest í hlutabréfum og kemur það fram í þeim leiðum séreignarsparnaðar sjóðsins þar sem hlutfall þeirra er hæst, í Aldursleiðum 1 og 2. Rétt er að árétta að ávöxtun liðins tíma segir ekki endilega til um ávöxtun í framtíðinni og að til skamms tíma...

 • 22.12.2014

  Gott ár að baki fyrir lífeyrissjóðina

  Árið 2014 var hagfellt ár fyrir lífeyrissjóðina. Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifar áramótagrein í nýútkominni Vefflugu þar sem hann segir að flest bendi til þess að ávöxtun sjóðanna verði góð og nokkuð yfir 3,5% langtímaviðmiði um ávöxtun. Gunnar skrifar um að lág verðbólga sé góð frétt fyrir lífeyrissjóðina þar sem skuldbindingar þeirra séu verðtryggðar. Því muni hagstæð ávöxtun gera það að verkum að eignir aukist meira en skuldbindingar og bæti stöðu...

 • 17.12.2014

  Lækkun fastra vaxta sjóðfélagalána

  Fastir vextir sjóðfélagalána Sameinaða lífeyrissjóðsins lækka úr 3,9% í 3,7% frá og með deginum í dag, 17. desember 2014. Vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum verða óbreyttir 3,5%.

 • 13.11.2014

  Sjóðfélagayfirlit og nýtt fréttabréf

  Sjóðfélagayfirlit ásamt nýju fréttabréfi sjóðsins hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga. Í yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og hvetjum við alla til að fara vel yfir yfirlitin og hafa samband við launagreiðanda og/eða sjóðinn ef önnur iðgjöld en síðustu tveggja mánaða vantar á yfirlit. Vert er að minna á að inni á sjóðfélagavefnum, hér á heimasíðunni, er alltaf hægt að fá nýjustu upplýsingar um eigin stöðu hjá sjóðnum. Í fréttabréfinu eru m.a...

Tilkynningar